Gagnaskipan
Þjónusta
Gagnsemi veitir faglega þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja og stofnanna við gagnavinnu: allt frá þarfagreiningu til söfnunar, vinnslu, greiningu og framsetningu gagna.
Gagnagreining
Reynsla af margvíslegum greiningartólum, gagnavinnslu-aðferðum, forritunarmálum og tölfræðilegri þekkingu gerir Gagnsemi vel í stakk búið að aðlaga þjónustu sína að þínum þörfum.
Gagnaframsetning
Markmið
Gagnsemi var stofnað til að mæta aukinni eftirspurn eftir einföldum og auðskiljanlegum aðferðum við gagnanotkun í fyrirtækjum og stofnunum. Markmið Gagnsemi er að stuðla að upplýstari ákvörðunum og skilvirkari ferlum með betri gagnanýtingu.
Það gerum við með því að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum, af öllum stærðum og gerðum, að innleiða þær viðskiptagreindarlausnir (business intelligence solutions) sem eru í boði á markaðnum hverju sinni.
​
Fyrirtæki og stofnanir hafa nú aðgang að meiri gögnum en nokkurn tíma fyrr, en það er áskorun að tryggja gæði þeirra og nýta þau til fulls á skilvirkan hátt.
​
Það getur líka reynst þrautinni þyngri að velja og beita réttum aðferðum við greiningu og framsetningu gagna - og svo að sjálfsögðu að miðla þessum upplýsingum á hagkvæman hátt.
Hanna Egilsdóttir,
stofnandi
Hafðu samband
Viltu kanna möguleikana á því að nýta gögnin þín betur? Sendu fyrirspurn eða bókaðu fjarfund, þér að kostnaðarlausu, til að skoða hvaða möguleikar eru í boði.
Power BI námskeið
Hægt er að bóka eftirfarandi námskeið í Power BI fyrir þrjá þátttakendur eða fleiri. Einnig er boðið upp á sérsniðið námskeið eftir þörfum.
​
Power BI: Grunnur
Power BI: Myndrit & töflur
Power BI: Power Queries & DAX
Power BI: Miðlun & öryggi
Hvaða þjónusta hentar þér?
Gagnagreiningar
Fyrir þau sem vilja greinagóð og ítarleg svör við vel skilgreindum spurningum eða tilgátum.
Gagnagreiningar með tölfræðilegum aðferðum, ítarlegri túlkun og myndrænni framsetningu, gerir þér kleift að nýta gögn til að taka upplýstar ákvarðanir. Þær auka skilning á forsendum ákvarðanna ásamt því að bæta skilvirkni við úrvinnslu og gæði ferla.
Mælaborð & skýrslur
Fyrir þau sem vilja hafa yfirsýn yfir stöðu mála hverju sinni
og grafið dýpra eftir þörfum.
Mælaborð og sjálfvirkar skýrslur veita yfirsýn yfir rekstur og ferla. Þau nýtast þeim sem vilja vinna gagnadrifið, einbeita sér að túlkun gagna og viðbrögðum við því sem þau sýna, án þess að verja miklum tíma í úrvinnslu gagnanna.
Skilvirkni ferla
Fyrir þau sem vinna þegar með gögn, en vilja nýta tíma sinn og vinnuafl betur.
Markmið gagnavæðingar er að auka skilvirkni en stundum verða áhrifin einmitt öfugt. Greining á aðferðum og tæknilegum forsendum við nýtingu gagna, og innleiðing bættra vinnubragða eða tóla, getur skapað mikla möguleika til aukinna afkasta og betri nýtingar auðlinda.
Líkön & reikniritar
Fyrir þau sem vilja sjálfvirknivæða ákvarðanir og hafa þegar góðan skilning á forsendum þeirra.
Tölfræðilíkön og reikniritar gera þér kleift að sjálfvirknivæða ferla, sem og að uppgötva bæði áhættuþætti og möguleika í rekstri. Þannig getur þú flýtt fyrir ákvörðunum, fengið forskot á samkeppnisaðila og hámarkað nýtingu tíma og fjármuna fyrirtækisins.
Ráðgjöf & fræðsla
Fyrir þau sem vilja vinna með gögnin sjálf, en vantar þekkingu á aðferðum og/eða verkfærum.
Gagnsemi býður upp á ýmis konar gagnavinnslu, greiningar og framsetningu - en fyrir þig sem vilt hafa stjórnina sjálf, ert svolítið forvitin og vilt hafa möguleika á að setja þinn brag á, þá bjóðum við að sjálfsögðu upp á viðeigandi ráðgjöf og fræðslu. Gögn eru enginn galdrabrögð og við deilum gjarnan aðferðum okkar.